Upplýsingar
ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Daglinsur eru algjör draumur og einfaldar í notkun!

  1. Aðeins má nota daglinsur einu sinni. Notaðu alltaf nýjar linsur, og ekki gleyma að taka linsurnar úr þegar farið er að sofa.
  2. Þvoðu alltaf hendur áður en þú snertir linsur til að setja þær í augu eða taka þær úr. Mikilvægt er að krem, snyrtivörur og óhreinindi berist ekki með fingrum í linsur.
  3. Rífðu varlega eina linsupakkningu frá hinum án þess að þær skemmist. Hristu pakkninguna þannig að linsan hreyfist í vökvanum. Rífðu álþynnuna af og taktu linsuna varlega úr vökvanum með vísifingri.
  4. Gættu þess að linsan snúi rétt. Linsa á réttunni er eins og skál í laginu, öfug linsa er eins og diskur. Linsa sem snýr öfugt er óþægileg og tollir illa á auganu.
  5. Byrjaðu á hægra auga. Settu linsuna á hægri vísifingur og dragðu neðra augnlokið niður með hægri löngutöng. Efra augnlokið dregur þú upp með vinstri vísifingri.
  6. Notaðu spegil til að sjá vel hvað þú gerir. Hafðu bæði augun opin þegar þú setur linsuna í og reyndu að blikka ekki. Þegar linsan er komin í augað þá sleppir þú fyrst varlega neðra augnlokinu og síðan efra augnlokinu. Vinstri linsuna setur þú eins í.
  7. Ef linsan er óþægileg þá er gott að draga hana aðeins út á hvítuna í auganu og ýta henni aftur til baka. Ef óþægindin hverfa ekki þá er best að taka linsuna úr auganu, skola hana í saltvatninu sem er í linsupakkningunni, stilla linsunni aftur upp og setja hana aftur í augað.
  8. Linsurnar teknar úr. Mundu að þvo vel hendurnar. Hallaðu höfðinu fram og horfðu í spegilinn. Dragðu varlega niður neðra augnlokið með löngutöng og dragðu linsuna niður á hvíta svæði augans. Þegar linsan er komin niður í augnhvarminn þá tekur þú linsuna úr með þumalfingri og vísifingri. Vinstri linsuna tekur þú eins úr.
  9. Góð ráð með snyrtivörur. Settu fyrst í þig linsurnar og síðan augnfarðann og taktu linsurnar fyrst úr áður en farðinn er hreinsaður af. Lokaðu augunum ef þú notar hárlakk.
  10. Ef þú þarft að nota augndropa eða augnlyf, á ekki að nota linsurnar nema að ráðfæra sig við augnlækni eða sjóntækjafræðing. Ef þú ert með ertingu í augum, roða, sviða eða kláða þá er best að taka linsurnar úr augunum strax. Ef óþægindin hverfa ekki, skalt þú snúa þér til sjóntækjafræðings eða augnlæknis.

Ekki vanrækja augun, það er lítið mál að fá sjónmælingu!

Það er æskilegt að athuga sjónina og mæta reglulega í mælingu. Prooptik býður upp á sjónmælingar í báðum verslunum, Kringlunni og Spönginni.

Gleraugu sérstaklega fyrir skjávinnuna!

Skjávinna og álagið sem augun verða fyrir af þeirri geislun sem tölvuskjárinn gefur frá sér getur valdið augnþreytu og augnþurrki.

Skjávinnugleraugu minnka glampann og sía burtu megnið af þeim geislum sem skjárinn gefur frá sér án þess að minnka skerpu eða hafa áhrif á birtu. Okkar skjávinnugleraugu eru margskipt lesgleraugu sem hvíla augun betur.

Við bjóðum upp á hágæða margskipt gler frá BBGR. Það er ekki lengur spurning, sjáðu fjölbreytileika heimsins gegnum gæðaglerin okkar.

Opnunartímar

Mánudaga-föstudaga: 10:00-18:30

Laugardaga: 11:00-18:00

Sunnudaga: 12:00-17:00

Kringlan 4-12, 103 Reykjavík

Sími: 5 700 900

Kennitala: 571299-4379

VSK Númer: 66341

Hafðu samband:

kringlan@prooptik.is